OPNUÐ hefur verið Uppgripsverslun á Suðurgötu 10 á Akranesi en þar hefur um árabil verið bensínstöð Olís. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Olís á Vesturlandi, er þetta 14. Uppgripsverslunin sem opnuð er og sú fyrsta á landsbyggðinni þar sem slík verslun og umboð Olís er undir sama þaki. Bensín- og olíuafgreiðslan verður áfram opin til kl. 23.30.
Uppgripsverslun

opnuð á Akranesi

OPNUÐ hefur verið Uppgripsverslun á Suðurgötu 10 á Akranesi en þar hefur um árabil verið bensínstöð Olís.

Að sögn Gunnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Olís á Vesturlandi, er þetta 14. Uppgripsverslunin sem opnuð er og sú fyrsta á landsbyggðinni þar sem slík verslun og umboð Olís er undir sama þaki. Bensín- og olíuafgreiðslan verður áfram opin til kl. 23.30.

Í verslun Uppgrips á Akranesi er sama vöruúrvalið og í öðrum sambærilegum verslunum. Að sögn Gunnars hafa viðtökur Akurnesinga verið mjög góðar og farið fram úr björtustu vonum.

Við opnun verslunarinnar fluttu ávörp Thomas Möller, yfirmaður markaðsmála hjá Olís, og Gunnar Sigurðsson.Morgunblaðið/Golli

STARFSFÓLK Olís við opnunina, f.v.: María Sigurjónsdóttir, Ása Þóra Guðmundsdóttir, Katrín Rós Sigvaldadóttir, Þóra M. Jóhannsdóttir, Rut Þórarinsdóttir, Ingibjörg Barðadóttir, Thomas Möller, Harpa Þráinsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Erna Haraldsdóttir verslunarstjóri, Kristjana Guðjónsdóttir og Gunnar Sigurðsson.