EINS og mörg undanfarin ár verður opið hús í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí og þá boðið upp á ýmis dagsráratriði. Kaffihlaðborð verður frá kl. 14, efnt verður til lítillar hlutaveltu og sýndar teiknimyndasyrpur fyrir yngstu kynslóðina frá kl. 15, en kl.
Hátíðarkaffi og dagskrá í MÍR 1. maí

EINS og mörg undanfarin ár verður opið hús í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí og þá boðið upp á ýmis dagsráratriði.

Kaffihlaðborð verður frá kl. 14, efnt verður til lítillar hlutaveltu og sýndar teiknimyndasyrpur fyrir yngstu kynslóðina frá kl. 15, en kl. 17 verður sýnd rússnesk teiknimynd sem gerð er eftir verki Alexanders Púshkins "Ævintýrinu um Saltan keistara". Sýning kvikmyndarinnar er liður í kynningu MÍR á verkum Púshkins í tilefni þess að 200 ár verða liðin hinn 26. maí nk. frá fæðingu þessa fræga rússneska þjóðskálds.

Í sýningarsölum MÍR við Vatnsstíg er nú uppi sýning á myndum og bókum helguð Púshkin og 1. maí bætast við 40 nýjar teikningar, allar tengdar skáldinu og einu verka hans, sagnaljóðinu "Évgeníj Onegin". Teikningarnar eru eftir einn fremsta myndlistarmann í Hvíta- Rússlandi í dag, Arlen Kashkúrevits prófessor, segir í fréttatilkynningu. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur myndskreytt nokkrar bækur eftir íslenska höfunda, m.a. Halldór Kiljan Laxness, og verk hans hafa áður verið á sýningum hérlendis.