FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norðurlands ehf., FMN, hefur flutt starfsemi sína í 4600 m húsnæði á Rangárbraut 2b á Dalvík, sem fyrirtækið festi kaup á í desember á síðasta ári. Í nýja húsnæðinu er skipaafgreiðsla Samskipa vegna strandflutninga, vöruafgreiðsla Sæfara, vöruafgreiðsla bíla og fóðurvöruafgreiðsla.
Flutningamiðstöð Norðurlands í nýtt húsnæði

FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norðurlands ehf., FMN, hefur flutt starfsemi sína í 4600 m húsnæði á Rangárbraut 2b á Dalvík, sem fyrirtækið festi kaup á í desember á síðasta ári.

Í nýja húsnæðinu er skipaafgreiðsla Samskipa vegna strandflutninga, vöruafgreiðsla Sæfara, vöruafgreiðsla bíla og fóðurvöruafgreiðsla. Þar er jafnframt fullkomin kæli- og frystiaðstaða ásamt rúmgóðu vöruhúsi.

Með þessum breytingum fer FMN í framtíðarhúsnæði sem verður sniðið að þörfum viðskiptavina og starfsemi fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Helsti kosturinn, ásamt því að hafa alla starfsemina undir sama þaki, er nálægð við hafnarsvæðið þar sem starfsemi FMN er að miklu leyti tengd höfninni.