SKIPUÐ hefur verið fimm manna nefnd embættismanna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til að fara yfir umsóknir sem borist hafa um gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns. Hefur nefndin þegar hafið störf.
Skipuð nefnd um gagnagrunnsumsóknir

SKIPUÐ hefur verið fimm manna nefnd embættismanna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til að fara yfir umsóknir sem borist hafa um gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns. Hefur nefndin þegar hafið störf.

Nefndin lýtur forustu Svanhvítar Jakobsdóttur, skrifstofustjóra fjármáladeildar ráðuneytisins. Hún mun leita sér utanaðkomandi sérfræðiaðstoðar eftir því sem þörf krefur.

Nefndinhefur þegar beðið umsækjendurna tvo, þ.e. Íslenska erfðagreiningu og Tölvumyndir, um frekari gögn varðandi málið. Er búist við að nefndin muni fljótlega funda með fulltrúum fyrirtækjanna tveggja.