AMERÍSK margæs eða vestræn margæs hefur sést á Álftanesi en þessi tegund margæsa verpir í NV-Ameríku. Þetta er í fjórða sinn sem sést til hennar hér á landi. Hana má þekkja á svörtum maga, ljósum síðum og hvítum hálskraga sem nær saman að framan. Vorin eru gósentími fuglaáhugamanna. Farfuglarnir koma einn af öðrum til landsins og er fylgst með komu þeirra af áhuga um allt land.
Sjaldséð margæs

AMERÍSK margæs eða vestræn margæs hefur sést á Álftanesi en þessi tegund margæsa verpir í NV-Ameríku.

Þetta er í fjórða sinn sem sést til hennar hér á landi. Hana má þekkja á svörtum maga, ljósum síðum og hvítum hálskraga sem nær saman að framan.

Vorin eru gósentími fuglaáhugamanna. Farfuglarnir koma einn af öðrum til landsins og er fylgst með komu þeirra af áhuga um allt land. Nú síðast kom krían í vikubyrjun á Seltjarnarnesið.Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson