Í FRÉTT um ráðstefnu um lífsstíl og forvarnir í miðvikudagsblaðinu, sem haldin verður í Hveragerði nú um mánaðamótin, er sagt að Heilsugæslan í Hveragerði standi m.a. að námskeiðinu. Það er ekki rétt. Það er Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, lyfjafyrirtækið Novartis og heilsugæslan sem standa að ráðstefnunni. Beðist er velvirðingar á vitleysunni.
LEIÐRÉTT

Ráðstefna um lífsstíl

Í FRÉTT um ráðstefnu um lífsstíl og forvarnir í miðvikudagsblaðinu, sem haldin verður í Hveragerði nú um mánaðamótin, er sagt að Heilsugæslan í Hveragerði standi m.a. að námskeiðinu. Það er ekki rétt. Það er Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, lyfjafyrirtækið Novartis og heilsugæslan sem standa að ráðstefnunni. Beðist er velvirðingar á vitleysunni.

Myndabrengsl

RÖNG mynd birtist með frétt um alþjóðlegan dag dansins í gær. Var birt mynd af dansaranum Cameron Corbett í stað myndar af Chad Adam Bantner í verki Rui Horta "Flat Space Moving", eins og sagði í myndatexta. Rétta myndin birtist hér með og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

Morgunblaðið/Einar Sebastian