ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari sagði að ef Júgóslövum verður meinuð þátttaka á HM í Egyptalandi, eins og ESB er að hvetja aðildarþjóðir sínar til, verður íslenska liðið í startholunum. Ísland myndi leika í riðli með Svíum, Frökkum, Suður-Kóreumönnum, Kínverjum og Áströlum.
Landsliðið tilbúnir á HM ef kallið kemur

Kínverjar

fyrstu

mótherjar

ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari sagði að ef Júgóslövum verður meinuð þátttaka á HM í Egyptalandi, eins og ESB er að hvetja aðildarþjóðir sínar til, verður íslenska liðið í startholunum. Ísland myndi leika í riðli með Svíum, Frökkum, Suður-Kóreumönnum, Kínverjum og Áströlum.

Kínverjar yrðu þá fyrstu mótherjarnir á HM, 2. júní í Port Said, þar sem D-riðillinn fer fram. Síðan yrði leikið gegn Ástralíu 3. júní, Frakklandi 4. júní, Suður-Kóreu 6. júní og síðast gegn Svíum 7. júní.

"Við verðum tilbúnir ef kallið kemur. En ég er ekkert að hugsa of mikið um HM á þessu stigi. Það verður bara að koma í ljós. En undirbúningur okkar fyrir riðlakeppni EM gæti nýst okkur vel fyrir HM. Ef til þess kæmi myndum við fresta leikjunum við Sviss í riðlakeppninni sem eiga að fara fram í lok maí. Það eina sem ég hef smá áhyggjur af, ef Júgóslavar verða settir út, er að margir landsliðsmannanna eru búnir að ákveða að fara í sumarfrí með fjölskyldum sínum á sama tíma og HM í Egyptalandi stendur yfir," sagði Þorbjörn.

Íslenska liðið verður saman við æfingar og keppni allan maímánuð og ætti því að vera tilbúið í slaginn á HM, sem hefst 1. júní, ef til þess kemur.