Körfuknattleiksdeild Hauka hefur rætt við Svala Björgvinsson, fráfarandi þjálfara Valsmanna, um að hann þjálfi Hauka í úrvalsdeildinni næsta vetur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Svali ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann þjálfi vegna anna í starfi á næstu mánuðum.


Svali ræddi við Hauka Körfuknattleiksdeild Hauka hefur rætt við Svala Björgvinsson, fráfarandi þjálfara Valsmanna, um að hann þjálfi Hauka í úrvalsdeildinni næsta vetur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Svali ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann þjálfi vegna anna í starfi á næstu mánuðum.

Jón Arnar Ingvarsson tók við þjálfun Hauka af Einari Einarssyni síðasta vetur en Jón Arnar ætlar að einbeita sér að því að leika með liðinu næsta vetur. Svali, sem hefur þjálfað Val með hléum í fimm ár, þjálfaði áður kvennalandsliðið í körfuknattleik og kvennalið KR.