ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur endurskoðað þá ákvörðun sína að strika út heimsmet Jackie Joyner Kersee í sjöþraut kvenna vegna breytinga sem gerðar voru á spjóti kvenna og tóku gildi 1. apríl sl. Með breytingunni verður ekki mögulegt að kasta spjótinu eins langt og áður og þar með verður viðmiðun við fyrri árangur ekki sambærilegur.


FRJÁLSÍÞRÓTTIR / SJÖÞRAUT KVENNA

Heimsmet

Kersee

stendur ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur endurskoðað þá ákvörðun sína að strika út heimsmet Jackie Joyner Kersee í sjöþraut kvenna vegna breytinga sem gerðar voru á spjóti kvenna og tóku gildi 1. apríl sl. Með breytingunni verður ekki mögulegt að kasta spjótinu eins langt og áður og þar með verður viðmiðun við fyrri árangur ekki sambærilegur.

Ákvörðun IAAF frá því í vetur að strika metið út af skrám hefur hins vegar verið harðlega gagnrýnd þar sem heimsmetið í tugþraut karla fékk ekki sömu meðferð þegar þyngdarpunkti karlaspjótsins var breytt fyrir um áratug. Þá segja margir að breytingin á spjóti kvenna sé svo lítil að það breyti litlu hvað árangur snertir og konur muni á örfáum árum kasta nýja spjótinu jafn langt og því eldra.

Þess í stað var ákveðið að endurskoða stigatöflu sjöþrautarinnar fyrir spjótkast í árslok þannig að fleiri stig verði gefin fyrir styttri köst. Með því móti verður vægi greinarinnar nær óbreytt og þar með möguleikinn á því að bæta ótrúlegt met Kersee frá árinu 1988, 7.291 stig.

Reuters JACKIE Joyner Kersee.