AUKASÝNINGAR á fjölskylduleikritinu Ávaxtakörfunni verða í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 2. maí kl. 12, 15 og 18 og mánudaginn 3. maí kl. 16 en þá hefur leikritið verið sýnt 50 sinnum. Nú þegar hafa yfir 11.000 áhorfendur séð verkið frá frumsýningardegi 6. september. Næstu sýningar í Íslensku Óperunni eru eru 9., 15. og 16 maí.
50. sýning Ávaxtakörfunnar

AUKASÝNINGAR á fjölskylduleikritinu Ávaxtakörfunni verða í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 2. maí kl. 12, 15 og 18 og mánudaginn 3. maí kl. 16 en þá hefur leikritið verið sýnt 50 sinnum.

Nú þegar hafa yfir 11.000 áhorfendur séð verkið frá frumsýningardegi 6. september.

Næstu sýningar í Íslensku Óperunni eru eru 9., 15. og 16 maí.

Megininntak leikritsins er einelti og fordómar, sem eru viðkvæm vandamál, en þeim er komið til skila með söngvum, dansi og leik.

Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson og leikmynda- og búningahönnuður er María Ólafsdóttir. Ljósahönnuður er Alfreð Sturla Böðvarsson og danshöfundur er Jóhann Freyr Björgvinsson. Framkvæmdastjóri er Hrafnhildur Hafberg. Helstu leikarar eru: Andrea Gylfadóttir, Selma Björnsdóttir, Hinrik Ólafsson, Margrét Kr. Pétursdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Gunnar Hansson, Sjöfn Evertsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur I. Þorvaldsson og Margrét Kr. Sigurðardóttir.

PERURNAR Paddi og Palla.