MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, sem samþykkt var á aðalfundi 26. apríl sl.: "Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, lýsir yfir fyllsta stuðningi við afgreiðslu laga- og skipulagsnefnda ASÍ við afgreiðslu á umsókn FÍS og Matvís í Alþýðusambandið. Skipulag Alþýðusambandsins á að vera traust og í föstum skorðum.
Iðja styður skipulagsnefnd ASÍ

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, sem samþykkt var á aðalfundi 26. apríl sl.:

"Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, lýsir yfir fyllsta stuðningi við afgreiðslu laga- og skipulagsnefnda ASÍ við afgreiðslu á umsókn FÍS og Matvís í Alþýðusambandið.

Skipulag Alþýðusambandsins á að vera traust og í föstum skorðum. Breytingar á skipulagi Alþýðusambandsins á að gera eftir umræðu og markvissa vinnu í sambandinu en ekki sem geðþótta- eða skyndiákvarðanir né heldur eftir kröfum einstakra forustumanna.

Sú sviðsetning á ágreiningi um skipulagsmál sem fram fór um síðustu helgi í fjölmiðlum er hreyfingunni ekki til framdráttar eða til þess fallin að auka henni traust. Hún er eingöngu til þess fallin að skaða heildarsamtök launafólks."