SAMKOMA verður haldin á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, að kvöldi 1. maí kl. 20 undir heitinu Rauður 1. maí. Þetta er í 6. árið í röð sem slík samkoma er haldin, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á dagskrá eru ávörp, upplestur og tónlist. Ávörp flytja: Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, Jón Kjartansson frá Pálmholti og Ragnar A. Þórsson leiðsögumaður.
"Rauður 1. maí" í sjötta skipti

SAMKOMA verður haldin á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, að kvöldi 1. maí kl. 20 undir heitinu Rauður 1. maí. Þetta er í 6. árið í röð sem slík samkoma er haldin, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á dagskrá eru ávörp, upplestur og tónlist.

Ávörp flytja: Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, Jón Kjartansson frá Pálmholti og Ragnar A. Þórsson leiðsögumaður.

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Unnur Sólrún Bragadóttir lesa úr verkum sínum.

Tónlist flytja Bjarni Tryggvason trúbador, Hörður Torfason trúbador, Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona syngur við píanóundirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, Tómas R. Einarsson bassaleikari og Þórunn Claessen slagverksleikari leika saman.

Að Rauðum 1. maí standa Leigjendasamtökin, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvaandstæðinga og Sósíalistafélagið.