HALLA María Helgadóttir, landsliðskona í handknattleik, er á leið frá Víkingum og segir ástæðuna að hún vilji breyta til og leika með öðru liði. Hún segir að nokkur lið hafi haft samband við sig en ætli að hugsa málið næstu daga. Halla María fékk brjósklos í bakið í vetur og gat lítið æft með liðinu eftir áramót.


HANDKNATTLEIKUR Halla María hætt í Víkingi HALLA María Helgadóttir, landsliðskona í handknattleik, er á leið frá Víkingum og segir ástæðuna að hún vilji breyta til og leika með öðru liði. Hún segir að nokkur lið hafi haft samband við sig en ætli að hugsa málið næstu daga. Halla María fékk brjósklos í bakið í vetur og gat lítið æft með liðinu eftir áramót. Hún segir ekki loku fyrir það skotið að hún leggi skóna á hilluna því óvíst er hvort bakið haldi í keppni.

Stefán Arnarson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Víkings af Ingu Láru Þórisdóttur. Stefán, sem var aðstoðarmaður Ingu Láru í vetur, skrifar undir samning við Víkinga á næstu dögum. Inga Lára, sem hefur þjálfað Víkinga síðastliðin tvö ár, ætlar að flytja út til Noregs.

Ný stjórn handknattleiksdeildar félagsins hyggst byggja kvennaliðið upp á yngri leikmönnum félagsins en góðar líkur eru á að Helga Torfadóttir landsliðsmarkvörður snúi aftur til Víkinga frá Noregi.