SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur 48% fylgis meðal stúdenta við Háskóla Íslands samkvæmt skoðanakönnun sem Stúdentablaðiðlét gera dagana 9. til 16. apríl sl. Samfylkingin nýtur 34% fylgis meðal stúdenta, Framsóknarflokkurinn 8% fylgis og Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð 7% fylgis. 3% stúdenta ætla að kjósa aðra flokka, en ekki er greint nánar frá því um hvaða flokka er að ræða.
Fylgi stjórnmálaflokkanna meðal háskólastúdenta Nær helmingur styður Sjálfstæðisflokkinn

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur 48% fylgis meðal stúdenta við Háskóla Íslands samkvæmt skoðanakönnun sem Stúdentablaðið lét gera dagana 9. til 16. apríl sl. Samfylkingin nýtur 34% fylgis meðal stúdenta, Framsóknarflokkurinn 8% fylgis og Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð 7% fylgis. 3% stúdenta ætla að kjósa aðra flokka, en ekki er greint nánar frá því um hvaða flokka er að ræða.

Alls voru 500 háskólanemar í úrtaki könnunarinnar og var svarhlutfallið 76%. Í fyrrgreindum tölum er miðað við þá sem tóku afstöðu í könnunninni. Þrettán prósent stúdenta eru óákveðin en 9% ætla að ekki að kjósa eða skila auðu.

Í könnuninni kemur í ljós að rétt rúmlega 40% þeirra sem segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn kusu Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenda, í síðustu stúdentaráðskosningum. 12% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn kusu hins vegar Röskvu, samtök félagshyggjufólks. Sjálfstæðisflokkurinn sækir á hinn bóginn stærstan hlut fylgis síns, eða 47%, til þeirra stúdenta sem kusu ekki í síðustu stúdentaráðskosningum.

56% þeirra sem styðja Samfylkinguna kusu Röskvu í stúdentaráðskosningunum síðustu en í kringum 4% stuðningsmanna Samfylkingarinnar kusu Vöku. Þá sækir Framsóknarflokkurinn um 60% fylgis síns til þeirra stúdenta sem kusu Röskvu en í kringum 15% til þeirra sem kusu Vöku. Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð sækir sömuleiðis tæplega 40% af fylgi sínu til þeirra stúdenta sem kusu Röskvu en um 5% til þeirra sem kusu Vöku.