HANDBALL Woche, hið virta þýska handknattleiksrit, segir frá því í vikunni að Alfreð Gíslason, þjálfari Hameln, hafi nánast verið rekinn frá félaginu í sturtu eftir leik liðsins gegn Willstadt. Frétt blaðsins hefur vakið mikla athygli og ljóst er að forráðamenn liðsins voru með uppsögnina tilbúna ef Hameln myndi tapa leiknum og voru því ekkert að hika við hlutina.

Alfreð sagt

upp í sturtu HANDBALL Woche , hið virta þýska handknattleiksrit, segir frá því í vikunni að Alfreð Gíslason, þjálfari Hameln, hafi nánast verið rekinn frá félaginu í sturtu eftir leik liðsins gegn Willstadt. Frétt blaðsins hefur vakið mikla athygli og ljóst er að forráðamenn liðsins voru með uppsögnina tilbúna ef Hameln myndi tapa leiknum og voru því ekkert að hika við hlutina.

"Við urðum að grípa til aðgerða," sagði Hans Siegert, formaður Hameln, "og treystum Frank Wahe til að koma liðinu upp í 1. deild."

Hameln keppir við Willstadt, lið Gústafs Bjarnasonar, um sæti í 1. deild og tapaði fyrri leiknum heima.