Þýsku blöðin segja að Hollendingar séu ekki hæfir til að halda EM í knattspyrnu árið 2000, en það halda þeir í samvinnu við nágranna sína, Belga. Eftir blóðbaðið í Rotterdam sl. sunnudag, þegar áhangendur Feyenord fögnuðu hollenska meistaratitlinum brutust út slík ólæti að lögreglan missti öll tök á hlutunum og varð að grípa til skotvopna.


KNATTSPYRNA Hollendingar ekki hæfir til

að halda EM

Þýsku blöðin segja að Hollendingar séu ekki hæfir til að halda EM í knattspyrnu árið 2000, en það halda þeir í samvinnu við nágranna sína, Belga. Eftir blóðbaðið í Rotterdam sl. sunnudag, þegar áhangendur Feyenord fögnuðu hollenska meistaratitlinum brutust út slík ólæti að lögreglan missti öll tök á hlutunum og varð að grípa til skotvopna. 150 knattspyrnubullur höfðu komið sér fyrir á vellinum og gerðu skyndilega aðsúg að lögreglunni, sem var ekki með neinn viðbúnað gegn ólátaseggjunum. Félagar lögreglumannanna sem ætluðu að kom þeim til hjálpar lentu í öðrum hópi bullna, sem fyrri hópurinn hafði látið vita í gegnum farsíma, og varð lögreglan að grípa til skotvopna. Skaut fyrst upp í loft. Þegar bullurnar létu sér ekki segjast og sóttu að lögreglunni skaut lögreglan á 4 bullur, sem særðust og voru fluttar á sjúkrahús.

Þýsku blöðin sögðust ekki senda landslið sitt nema öryggisráðstafanir yrðu verulega hertar og lögreglan væri í stakk búin að fást við glæpamenn.