TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kemur í dag til Glasgow í Skotlandi til að leggja flokksbræðrum sínum lið en kosið verður til nýs, skosks heimastjórnarþings næstkomandi fimmtudag. Ný skoðanakönnun, sem birt var í gær, leiddi í ljós að Skoska þjóðarflokknum (SNP) hefur tekist að saxa nokkuð á forskot Verkamannaflokksins.
Skotland

Blair á árarnar Edinborg. Morgunblaðið. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kemur í dag til Glasgow í Skotlandi til að leggja flokksbræðrum sínum lið en kosið verður til nýs, skosks heimastjórnarþings næstkomandi fimmtudag. Ný skoðanakönnun, sem birt var í gær, leiddi í ljós að Skoska þjóðarflokknum (SNP) hefur tekist að saxa nokkuð á forskot Verkamannaflokksins. Á sama tíma og Blair flytur stutt ávarp í Glasgow til að styðja við bakið á Donald Dewar, leiðtoga Verkamannaflokksins í Skotlandi, mun SNP birta áætlanir sínar um hvernig flokkurinn hyggst tryggja góðan efnahag í sjálfstæðu Skotlandi. Samt stefnir allt í sigur Verkamannaflokksins en hann fékk í könnuninni stuðning 44% kjósenda en SNP 33%.

Fylgi eykst/32