Í DAG föstudag, 30. apríl, verður haldið Rolling Stones-kvöld á Vagninum. Hljómsveitin COR frá Flateyri mun leika öll helstu lög þessarar heimsfrægu hljómsveitar, sem er væntanleg til Íslands á þessari öld. Einn helsti áhangandi Rolling Stones á Íslandi, Ólafur Helgi Kjartansson, verður heiðursgestur kvöldsins og tekur hugsanlega lagið með hljómsveitinni.

Rolling

Stones-kvöld á Vagninum

Flateyri. Morgunblaðið.

Í DAG föstudag, 30. apríl, verður haldið Rolling Stones-kvöld á Vagninum. Hljómsveitin COR frá Flateyri mun leika öll helstu lög þessarar heimsfrægu hljómsveitar, sem er væntanleg til Íslands á þessari öld. Einn helsti áhangandi Rolling Stones á Íslandi, Ólafur Helgi Kjartansson, verður heiðursgestur kvöldsins og tekur hugsanlega lagið með hljómsveitinni.

Í tilefni þessa hafa drengirnir í COR útbúið eina stærstu auglýsingu sem um getur á Vestfjörðum, en hana má finna á vöruflutningabifreið í eigu Páls Önundarsonar, bifreiðarstjóra. Óhætt er að segja að auglýsing þessi hafi þegar vakið mikla athygli.

Morgunblaðið/Egill Egilsson