SAMKÓR Suðurfjarða heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Á morgun, laugardag, heldur kórinn tónleika í Njarðvíkurkirkju með Kvennakór Suðurnesja. Á efnisskrá eru lög eftir Inga T. Lárusson og frumflytur kórinn tvö lög og ljóð eftir Guðjón Sveinsson rithöfund á Breiðdalsvík. Einnig verða sungin lög af geislaplötunni Söngur um frelsi sem kórinn gaf út á sl.
Samkór Suðurfjarða í söngferð

Stöðvarfirði. - Morgunblaðið.

SAMKÓR Suðurfjarða heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Á morgun, laugardag, heldur kórinn tónleika í Njarðvíkurkirkju með Kvennakór Suðurnesja.

Á efnisskrá eru lög eftir Inga T. Lárusson og frumflytur kórinn tvö lög og ljóð eftir Guðjón Sveinsson rithöfund á Breiðdalsvík. Einnig verða sungin lög af geislaplötunni Söngur um frelsi sem kórinn gaf út á sl. ári. Einsöngvarar eru Laufey Helga Geirsdóttir, Ólafur Eggertsson og Garðar Harðarson. Í hljómsveit kórsins eru Muff Worden, píanó, Torvald Gjerde, harmonikka, Freyja Kristjánsdóttir, þverflauta og bongótrommur, Garðar Harðarson, gítar, og Jósef Friðriksson, bassi. Stjórnandi er Torvald Gjerde.

Í Samkór Suðurfjarða er áhugafólk um söng sem býr á sunnanverðum Austfjörðum, þ.e. Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdal og Djúpavogshreppi. Lengst í norðri koma kórfélagar frá bænum Þernunesi í Reyðarfirði og lengst í suðri frá Starmýri í Álftafirði. Þarna á milli eru um 190 km og langt að sækja á æfingar.