ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta-Pétri 1999 verður haldið í ellefta sinn sunnudaginn 2. maí á Sólheimum í Grímnesi og hefst það kl. 15 og lýkur kl. 18. Stjórnandi mótsins er Edda Björgvinsdóttir leikkona.
Íslandsmeistaramót í Svarta-Pétri 1999

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta-Pétri 1999 verður haldið í ellefta sinn sunnudaginn 2. maí á Sólheimum í Grímnesi og hefst það kl. 15 og lýkur kl. 18. Stjórnandi mótsins er Edda Björgvinsdóttir leikkona.

Keppt er um farandbikar og eignarbikar auk þess sem allir fá verðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og mun aðstoðarfólk vera við hvert spilaborð. Settir eru saman tveir stokkar af spilum, þannig að eins spil parast saman. Allir eiga að hafa tækifæri á að vera með.

Gert verður hlé á mótinu og boðið upp á pylsur og gos. Þátttökugjald er 300 kr. og tilkynna skal þátttöku á Sólheima.

Skipulagðar sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 og komið til baka um kl. 19.30. Fargjald er 1.000 kr. báðar leiðir.