LAGT er til í skýrslu faghóps heilbrigðisráðuneytisins um málefni sjúkrahúsa að heilbrigðisráðuneytið leiti leiða til að breyta sjúkrahúsarekstrinum þannig að ákveðnir þættir verði skildir frá kjarna starfseminnar og reknir sem sjálfstæðar einingar. Er í því sambandi litið meðal annars til öldrunarþjónustu, röntgendeilda, rannsóknastofa og tölvu- og upplýsingaþjónustu.
Skýrsla faghóps heilbrigðisráðuneytisins
Deildir verði
sjálfstæðar einingarLAGT er til í skýrslu faghóps heilbrigðisráðuneytisins um málefni sjúkrahúsa að heilbrigðisráðuneytið leiti leiða til að breyta sjúkrahúsarekstrinum þannig að ákveðnir þættir verði skildir frá kjarna starfseminnar og reknir sem sjálfstæðar einingar. Er í því sambandi litið meðal annars til öldrunarþjónustu, röntgendeilda, rannsóknastofa og tölvu- og upplýsingaþjónustu.
Þá er í skýrslunni lagt til að heilbrigðisráðuneytið leggi meiri áherslu á að efla áætlana- og eftirlitsþátt sinn en fækki afgreiðslumálum þannig að stofnanir fái meira sjálfstæði en taki um leið á sig meiri ábyrgð á rekstri og þjónustu en verið hefur. Unnið verði áfram að kostnaðargreiningu og verðlagningu á þjónustu sjúkrahúsanna í samvinnu við fulltrúa spítalanna og sérfræðinga á því sviði. Mikilvægt sé að sjúkrahúsin vinni saman að því að þróa sambærilegar aðferðir við útreikningana.
Lögð er til ákveðin sérhæfing sjúkrahúsanna í Reykjavík þannig að rekin verði aðeins ein þvagfæraskurðlækningadeild, ein taugalækningadeild, ein deild fyrir æðaskurðlækningar og að verkaskipting verði tekin upp um bæklunarlækningar.