KARLAKÓR Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá og Samkór Rangæinga halda sameiginlega tónleika á Laugalandi í Holtum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Kórarnir flytja tónlist af ýmsu tagi og lýkur þeim með samsöng allra kóranna. Stjórnandi Karlakórs og Samkórs Rangæinga er Guðjón Halldór Óskarsson. Undirleikari er Hörður Bragason.
Tónleikar þriggja kóra úr Rangárvallasýslu

KARLAKÓR Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá og Samkór Rangæinga halda sameiginlega tónleika á Laugalandi í Holtum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Kórarnir flytja tónlist af ýmsu tagi og lýkur þeim með samsöng allra kóranna. Stjórnandi Karlakórs og Samkórs Rangæinga er Guðjón Halldór Óskarsson. Undirleikari er Hörður Bragason. Stjórnandi og undirleikari Kvennakórsins Ljósbrár er Jörg Sondermann, organisti Hveragerðiskirkju.

Í þessum þremur kórum syngja um 100 manns og eru þessir tónleikar lokapunktur á starfi þeirra í vetur. Kórarnir eru allir búnir að halda tónleika hver í sínu lagi.