KRISTJÁN Kristjánsson opnar sína tíundu einkasýningu í Galleríi Kambi í Rangárvallasýslu í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru fjörutíu myndir unnar í tölvu með myndvinnsluforritinu Photoshop. Þetta eru klippimyndir og tölvutæknin gefur listamanninum ótakmarkaða möguleika á útfærslu mynda úr sama grunnefninu til nýsköpunar.
Gallerí Kambur

Tölvumyndir Kristjáns Kristjánssonar

KRISTJÁN Kristjánsson opnar sína tíundu einkasýningu í Galleríi Kambi í Rangárvallasýslu í dag, laugardag, kl. 15.

Á sýningunni eru fjörutíu myndir unnar í tölvu með myndvinnsluforritinu Photoshop. Þetta eru klippimyndir og tölvutæknin gefur listamanninum ótakmarkaða möguleika á útfærslu mynda úr sama grunnefninu til nýsköpunar. Sýningin er sett upp í tölvu og sýnd á tveim 17 tommu skjám sem fyrirtækið ACO styrkti listamanninn með ásamt tæknilegri aðstoð, segir í fréttatilkynningu.

Ennfremur segir að um efni myndanna megi segja að þar rói listamaðurinn á innri mið síns hugar og fangi úr draumum og innhverfri íhugun myndrænar túlkanir sínar á lífinu, tilverunni og tilgangi, leyndum sem ljósum. Tölvutæknin býður upp á ýmsar útgáfur verkanna, það getur verið útprent á pappír eða annað efni, skjávörn (screen saver) eða stöðumynd (wallpaper).

Kristján Kristjánsson nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1969­73 og við Listaháskólann í Stokkhólmi árin 1971­1981.

Sýningin er opin alla daga nema miðvikudaga til 30. maí.