REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiði í sálrænni skyndihjálp 3. og 5. maí nk. Kennt verður frá kl. 18­22 báða dagana. Námskeiðið er ætlað öllum 15 ára og eldri sem áhuga hafa á sálrænni skyndihjálp. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu eða reynslu á þessu sviði.
Námskeið í sálrænni skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiði í sálrænni skyndihjálp 3. og 5. maí nk. Kennt verður frá kl. 18­22 báða dagana.

Námskeiðið er ætlað öllum 15 ára og eldri sem áhuga hafa á sálrænni skyndihjálp. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu eða reynslu á þessu sviði. Á námskeiðinu er farið yfir undirstöðuatriði varðandi áföll, kreppur, sálræna skyndihjálp, sorg, streitu og hvernig við getum best veitt mannlegan stuðning. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum og hópvinnu. Leiðbeinandi er Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur.

Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta innritað sig hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og er námskeiðsgjald 3.500 kr.