HIN árlega vorsýning á handunnum munum, gerðum af högum höndum eldra fólks í Kópavogi, verður opnuð laugardaginn 1. maí í Gjábakka kl. 14. Sýningin verður opin þann dag og sunnudaginn 2. maí, frá kl. 14 til 18 báða dagana.
Vor- og sölusýning Gjábakka

HIN árlega vorsýning á handunnum munum, gerðum af högum höndum eldra fólks í Kópavogi, verður opnuð laugardaginn 1. maí í Gjábakka kl. 14. Sýningin verður opin þann dag og sunnudaginn 2. maí, frá kl. 14 til 18 báða dagana.

Á sama tíma á laugardag verður eldra fólk með sölusýningu í Gjábakka. Ef að líkum lætur verða þar margir skraut- og nytjahlutir boðnir til sölu á vægu verði. Hefðbundið vöfflukaffi verður til sölu í Gjábakka báða sýningardagana. Sýningarnar eru öllum opnar.