TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í Íslensku óperunni. Fyrri tónleikarnir verða sunnudaginn 2. maí en hinir síðari laugardaginn 8. maí. Þar koma fram bæði yngri og eldri nemendur í einleik og samleik auk nokkurra kammermúsíkatriða. Um 460 nemendur hafa stundað nám í Tónmenntaskólanum í vetur og kennarar hafa verið um 48 talsins.
Tónleikar Tónmenntaskóla Reykjavíkur

TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í Íslensku óperunni. Fyrri tónleikarnir verða sunnudaginn 2. maí en hinir síðari laugardaginn 8. maí. Þar koma fram bæði yngri og eldri nemendur í einleik og samleik auk nokkurra kammermúsíkatriða.

Um 460 nemendur hafa stundað nám í Tónmenntaskólanum í vetur og kennarar hafa verið um 48 talsins. Á þessu skólaári varð Tónmenntaskólinn 46 ára og er því elsti starfandi tónlistarskóli á landinu, segir í fréttatilkynningu.

FRÁ tónleikum Tónmenntaskóla Reykjavíkur.