GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 30. apríl, eiga gullbrúðkaup hjónin Anna Snorradóttir og Birgir Þórhallsson, Hofteigi 21, Reykjavík. Þau voru gefin saman í hjónaband í Ráðhúsi Kaupmannahafnar 30.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 30. apríl, eiga gullbrúðkaup hjónin Anna Snorradóttir og Birgir Þórhallsson, Hofteigi 21, Reykjavík. Þau voru gefin saman í hjónaband í Ráðhúsi Kaupmannahafnar 30. apríl 1949, en þá var Anna nýstaðin upp úr miklum veikindum sem herjuðu á Akureyri haustið 1948 og hafði verið flogið með hana til Kaupmannahafnar þar sem hún var á sjúkrahúsi í 2 mánuði og 10 mánuði í eftirmeðferð. Síðar áttu þau hjónin heima í borginni við Sundið á árunum 1952-1958, er Birgir vann þar fyrir Flugfélag Íslands. Anna og Birgir eru að heiman.