Morgunblaðið/Golli Íslensk sinfónía frumflutt ÞAÐ var þétt setinn bekkurinn í Háskólabíói í gærkvöldi þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflutti fyrstu sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Í tónlistardómi Ríkarðar Ö.
Morgunblaðið/Golli Íslensk

sinfónía

frumflutt

ÞAÐ var þétt setinn bekkurinn í Háskólabíói í gærkvöldi þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflutti fyrstu sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar undir stjórn Bernharðs Wilkinson.

Í tónlistardómi Ríkarðar Ö. Pálssonar segir að hljómsveit og stjórnandi hafi unnið sannkallað þrekvirki með eindreginni og eitilsnarpri túlkun á sérlega áhrifamiklu verki, sem án efa muni bera hróður hérlendrar tónsköpunar víða um lönd.

Á myndinni þakkar tónskáldið Bernharði fyrir flutninginn.Suðræn sæla/34