9. feb.­27. apríl GUNNAR Finnlaugsson sigraði á meistaramóti Lundar í skák sem lauk á þriðjudaginn. Sigur Gunnars var mjög öruggur. Hann hafði tryggt sér efsta sætið fyrir síðustu umferð og varð 1 vinningi fyrir ofan næsta mann. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Gunnar Finnlaugsson 2225 7 v. 2. Nejib Bouaziz 2179 6 v. 3.­6.
Gunnar Finnlaugsson sigrar á meistaramóti Lundar SKÁK Lundur, Svíþjóð MEISTARAMÓT LUNDAR 9. feb.­27. apríl GUNNAR Finnlaugsson sigraði á meistaramóti Lundar í skák sem lauk á þriðjudaginn. Sigur Gunnars var mjög öruggur. Hann hafði tryggt sér efsta sætið fyrir síðustu umferð og varð 1 vinningi fyrir ofan næsta mann. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Gunnar Finnlaugsson 2225 7 v. 2. Nejib Bouaziz 2179 6 v. 3.­6. Kjell Petersson 2087 4 v. 3.­6. Tomas Olsson 2108 4 v. 3.­6. David Quinn 1947 4 v. 3.­6. Linus Olsson 2004 4 v. 7.­9. Pétur Gíslason 1985 3 v. 7.­9. Thomas Johnsson 2128 3 v. 7.­9. Anders Nilsson 2114 3 v. 10. Björn Johnson 2134 3 v. Gunnar hefur búið í Svíþjóð í fjölda ára. Mótið var haldið hjá skákfélagi Gunnars, LASK. Helgi Áss Grétarsson tefldi á fyrsta borði fyrir A-lið LASK í sænsku deildakeppninni (Allsvenskan) sem lauk í mars. Liðið teflir í fyrstu deild, sem skiptist reyndar í þrjá hluta. LASK sigraði í suðurdeildinni. Pétur Gíslason er einnig íslenskur skákmaður sem býr í Svíþjóð. Hann er í Vanneberga-skákfélaginu. Anand lætur frestinn líða Viswanathan Anand svaraði ekki formlega tilboði sem Bessel Kok lagði fyrir hann um einvígi við Kasparov. Anand hefur þegar skuldbundið sig til að taka þátt í ýmsum mótum út árið og það er ekki auðvelt fyrir hann að skjóta inn heimsmeistaraeinvígi til viðbótar við þau. Hann segir þó koma til greina að tefla við Kasparov þegar dregur að áramótum. Aldís og Þorbjörg sigra á kvennamóti Ein af nýjungunum í starfsemi Taflfélagsins Hellis á þessu ári eru skákmót sem eingöngu eru ætluð konum. Félagið hélt fjórða mótið af þessu tagi 25. apríl. Alls tóku níu keppendur þátt í mótinu. Þær Aldís Rún Lárusdóttir og Þorbjörg Lilja Þórsdóttir sigruðu og fengu báðar átta vinninga af níu. Í þriðja sæti varð Ingibjörg Edda Birgisdóttir, en þessar þrjár höfðu talsverða yfirburði. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Aldís Rún Lárusdóttir 8 v. 2. Þorbjörg L. Þórsdóttir 8 v. 3. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 7 v. 4. Anna Lilja Gísladóttir 5 v. 5. Margrét Jóna Gestsdóttir 5 v. 6.­7. Steinunn Kristjánsdóttir og Eydís A. Sigurbjörnsdóttir 4 v. o.s.frv. Skákstjóri var Daði Örn Jónsson. Það hefur gengið betur en margir þorðu að vona að halda sérstök kvennaskákmót. Samkvæmt upphaflegum áætlunum átti þetta mót að verða það síðasta á þessu misseri. Vegna góðra undirtekta hefur hins vegar verið ákveðið að halda eitt mót til viðbótar. Næsta kvennamót Hellis verður haldið sunnudaginn 30. maí kl. 13. Voratskákmót Hellis Hið árlega voratskákmót Hellis hófst á mánudaginn. Tefldar eru sjö umferðir með 25 mínútna umhugsunartíma. Staðan eftir þrjár umferðir: 1.­2. Þorvarður Ólafsson, Gunnar Nikulásson 3 v. 3. Rolf Stavnem 2 v. 4.­11. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Leifur Vilmundarson, Benedikt Egilsson, Jóhann H. Ragnarsson, Stefán Arnalds, Andrés Kolbeinsson, Gústaf Smári Björnsson, Vigfús Ó. Vigfússon 2 v. 12. Baldur Már Bragason 1 v. o.s.frv. Þátttakendur á mótinu eru 21, sem er dágóð fjölgun frá síðasta ári þegar 13 skákmenn voru með. Það liggur við að hægt sé að tala um "Alþjóðlega voratskákmótið", því einn Dani og einn Bandaríkjamaður taka þátt í mótinu. Mótinu verður fram haldið mánudaginn 3. maí kl. 20. Ný stjórn Hellis Aðalfundur Taflfélagsins Hellis var haldinn sl. þriðjudag. Í stjórn félagsins voru kjörnir: Daði Örn Jónsson, formaður Benedikt Egilsson Bjarni Benediktsson Björn Þorfinnsson Davíð Ólafsson Gunnar Björnsson Kristján Eðvarðsson Vigfús Óðinn Vigfússon Þorfinnur Björnsson Benedikt Egilsson er nýr í stjórn félagsins. Davíð Ólafsson kemur aftur inn í stjórnina, en hann var í stjórn Hellis frá upphafi (1991) til 1997. Halldór Grétar Einarsson hættir í stjórn félagsins, en hann er nú genginn til liðs við sitt "heimafélag", Bolvíkinga. Kjartan Ingvason hættir einnig í stjórninni vegna anna. Starfsemi félagsins á síðasta ári var með blómlegasta móti og ýmsar vel heppnaðar nýjungar voru kynntar. Taflfélagið Hellir var stofnað 1991 og verður því átta ára á þessu ári. Skákmót á næstunni Taflfélög eru hvött til að senda tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sem eru á dagskrá hjá þeim til umsjónarmanna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvupóstfangið er dadi þ vks.is. Einnig er hægt að senda slíkar upplýsingar til umsjónarmanns mótaáætlunar Skáksambands Íslands: gunnibj þ simnet.is. Mótaáætlun Skáksambands Íslands má finna í heild sinni á vefsíðunni www.simnet.is/hellir. 6.5. TR. Hraðskákmót öðlinga 6.5. Hellir. Hannes Hlífar: Fjöltefli 8.5. Hellir. Kosningamót í Mjódd 10.5. Hellir. Atkvöld 17.5. Hellir. Fullorðinsmót (25+ ára) 28.5. Hellir. Helgaratskákmót 29.5. SÍ. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Gunnar Finnlaugsson