RÚSSINN Nikolai Titov verður næsti þjálfari bikarmeistara Fram í handknattleik kvenna. Hann tekur við að Gústaf Björnssyni, sem hefur þjálfað liðið síðastliðin tvö ár. Nikolai, sem er faðir Olegs Titovs, leikmanns karlaliðs Fram, er menntaður þjálfari og hefur áralanga reynslu af þjálfun yngri flokka í Rússlandi. Hann kom hingað til lands í fyrra og hefur þjálfað 4.­5.

Titov

þjálfar

kvennalið

Fram RÚSSINN Nikolai Titov verður næsti þjálfari bikarmeistara Fram í handknattleik kvenna. Hann tekur við að Gústaf Björnssyni, sem hefur þjálfað liðið síðastliðin tvö ár.

Nikolai, sem er faðir Olegs Titovs, leikmanns karlaliðs Fram, er menntaður þjálfari og hefur áralanga reynslu af þjálfun yngri flokka í Rússlandi. Hann kom hingað til lands í fyrra og hefur þjálfað 4.­5. flokk karla og aðstoðað við þjálfun annarra flokka í vetur. Binda Framarar miklar vonir við ráðningu hans sem þjálfara meistaraflokks kvenna, en Nikolai skrifar undir samning við félagið á mánudag.

Ekki er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Fram-liðsins en forsvarsmenn þess gera sér vonir um að stækka hópinn enn frekar fyrir næsta vetur.