22 ÁRA íslensk kona var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Hamborg á miðvikudag fyrir að hafa haft í fórum sínum 1.400 grömm af amfetamíni og rúmlega 100 grömm af kókaíni á flugvellinum í Hamborg hinn 22. desember. Eiturlyfin fundust við leit í öryggishliði á flugvellinum þar sem hún hafði límt amfetamínið á skrokk sér en kókaínið fannst í stígvéli hennar.
Fíkniefnamál í Hamborg Tveggja ára skilorðsdómur

22 ÁRA íslensk kona var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Hamborg á miðvikudag fyrir að hafa haft í fórum sínum 1.400 grömm af amfetamíni og rúmlega 100 grömm af kókaíni á flugvellinum í Hamborg hinn 22. desember.

Eiturlyfin fundust við leit í öryggishliði á flugvellinum þar sem hún hafði límt amfetamínið á skrokk sér en kókaínið fannst í stígvéli hennar.