RICHARD BJÖRGVINSSON Richard Björgvinsson fæddist á Ísafirði 1. ágúst 1925. Hann lést á Landspítalanum 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elín Samúelsdóttir húsmóðir, f. 1884, d. 1971, og Björgvin Bjarnason útgerðarmaður, f. 1903, d. 1983. Hálfsystkini Richards sammæðra voru: Alfreð Halldórsson, f. 22. maí 1902, d. 15. nóvember 1981; Eggert Halldórsson, f. 1. júlí 1903, d. 23. febrúar 1992; Jón Halldórsson, f. 23. apríl 1905, d. 30. nóvember 1994; og Þuríður Halldórsdóttir, f. 14. ágúst 1907, og lifir hún bræður sína. Richard varð stúdent frá MA 1946 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1953. Árið 1950 kvæntist Richard eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónínu Júlíusdóttur, f. 20. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. 1901, d. 1988, og Júlíus Guðmundsson, f. 1894, d. 1972. Richard og Jónína eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Elín, sérkennari, f. 3. ágúst 1950. Hennar maki er Þorvaldur J. Sigmarsson, lögregluvarðstjóri, f. 6. ágúst 1950. Börn þeirra eru Agnes Ösp, nemi, f. 14. nóvember 1977, sambýlismaður hennar er Hallmar F. Þorvaldsson, f. 31. maí 1976, og Hlynur Steinn, nemi, f. 19. febrúar 1981. 2) Richard Örn, eftirlitsmaður, f. 15. ágúst 1954. Kona hans er Elín María Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 13. febrúar 1959. Þeirra sonur er Arnar Ingi, nemi, f. 22. desember 1981. 3) Björgvin Ægir, líffræðingur, f. 26. júní 1961. Sambýliskona hans er Ásdís Birgisdóttir, textílhönnuður, f. 28. október 1961. Synir hennar eru: Arnar Sigurðarson, f. 28. júlí 1987, og Egill Sigurðarson, f. 11. mars 1991. 4) Sigríður Ása, framkvæmdastjóri, f. 19. ágúst 1964. Maki hennar er Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, f. 23. september 1952. Þeirra börn eru: Nína Sigríður, f. 26. júní 1992, og Snorri, f. 5. október 1993. Richard stundaði megnið af sínum starfsaldri eigin atvinnurekstur og rak með föður sínum Niðursuðu- og hraðfrystihús Langeyrar um áratuga skeið. Fyrirtækið vann hinar ýmsu sjávarafurðir til útflutnings og sá síðan um útflutning á sjávarfangi fyrir ýmsa aðila eftir að eiginlegum rekstri lauk. Richard var í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs 1966­1974. Hann var endurskoðandi bæjarreikninga Kópavogs 1965­1974 og sat í ýmsum nefndum fyrir bæjarfélagið á vegum Sjálfstæðisflokksins á sama tíma. Hann var bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 1974­ 1990 og sat einnig í bæjarráði lengst af. Hann var í stjórn Heilsugæslustöðvar Kópavogs, í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1976­1983 og formaður frá 1982­1983. Richard vann á fjármálaskrifstofu Alþingis frá 1991­1998. Útför Richards fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.