Oddur J. Oddsson Nú er hann afi minn dáinn. Hann sem stóð sig svo vel í afahlutverkinu. Ég minnist þess nú hversu góður þú varst við mig, og oft spiluðum við Olsen Olsen saman svo þegar ég vann sagðir þú alltaf "skrambinn" og hlóst síðan manna hæst.

Nú þegar ég kveð þig hugsa ég um allar góðu stundirnar sem við áttum saman, elsku afi minn. Ég veit að Guð mun taka vel á móti þér og hugsa vel um þig.

Ég mun sakna þín.

Þitt barnabarn,

Telma Ýr.