ÁGÚST GISSURARSON Ágúst Gissurarson fæddist í Byggðarhorni í Flóa í Árnessýslu 22. ágúst 1905. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gissur Gunnarsson, f. 6. nóvember 1872 í Byggðarhorni, d. 11. apríl 1941, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 30. maí 1876 í Langholti í Hraungerðishreppi, d. 10. ágúst 1959. Systkini Ágústs eru: Margrét, f. 26. júlí 1897, látin, Gunnar, f. 26. júní 1898, látinn, Sigurður, f. 6. desember 1899, látinn, Jón, f. 18. apríl 1901, látinn, Óskar, f. 10. maí 1903, látinn, Margrét, f. 4. júlí 1904, látin, Vigdís, f. 2. maí 1907, látin, Stefanía, f. 9. febrúar 1909, látin, Þórný, f. 8. febrúar 1910, Helga, f. 28. maí 1911, látin, Ólafur, f. 17. júní 1912, Bjarnheiður, f. 29. nóvember 1913, Kjartan, f. 30. nóvember 1914, látinn, Geir, f. 30. maí 1916, og Sigurður, f. 21. nóvember 1918, látinn. Árið 1933 kvæntist Ágúst Sigrúnu Jónínu Stefánsdóttur, f. 12. júlí 1899, frá Móabúð í Eyrarsveit, d. 21. apríl 1974. Hún var dóttir Stefáns Kristjánssonar og Guðbjargar Hannesdóttur. Ágúst og Sigrún eignuðust þrjú börn: Ingibjörgu, f. 22. febrúar 1934, d. 2. júlí 1935, Guðmund Ragnar, f. 2. desember 1936, d. 11. apríl 1946, og Ingibjörgu, f. 10. september 1943. Sigrún átti fyrir dótturina Guðbjörgu Stefaníu en hún er látin. Ingibjörg er gift Gesti Halldórssyni og eiga þau einn son, Ágúst Ragnar, f. 18. desember 1981, en Gestur á þrjú börn frá fyrra hjónabandi: Ásthildi, f. 22. september 1967, Ólaf, f. 6. apríl 1969, og Marías Halldór, f. 7. september 1973. Ágúst starfaði frá unga aldri við sjómensku á togurum og varðskipum. Árið 1968 hóf hann störf í landi sem vaktmaður á varðskipum. Hann settist í helgan stein árið 1985. Útför Ágústs fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.