JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNÍNA HELGADÓTTIR Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir fæddist á Ánastöðum í Svartárdal í Skagafirði 19. júlí 1906. Hún lést á Dvalarheimilinu Kjarnalundi við Akureyri 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson, f. 2. október 1854, d. 16. maí 1947, og Margrét Sigurðardóttir, f. 23. júlí 1867, d. 11. maí 1960. Fyrri kona Helga var Steinunn Jónsdóttir, f. 4. október 1847, d. 30. apríl 1892. Steinunn og Helgi eignuðust tvö börn, Erlend, f. 8. maí 1884, d. 2. febr. 1964, og Helgu, f. 1. janúar 1889, d. 15. október 1970. Systkini Sigríðar voru Marta Kristín, f. 23. mars 1894, d. 28. sept. 1917; Sigurjón, f. 24. maí 1895, d. 20. ágúst 1974; Magnús Helgi, f. 21. desember 1896, d. 31. desember 1979; Ísfold, f. 30. júní 1898, d. 6. ágúst 1971; Hólmfríður Elín, f. 14. janúar 1900; Monika Sigurlaug, f. 25. nóvember 1901, d. 30. júní 1933; Ófeigur Egill, f. 20. október 1903, d. 13. júlí 1985; Hjálmar Sigurður, f. 29. ágúst 1909. Yngstur var drengur sm dó í frumbernsku. Fóstursystir Sigríðar var Elín Sigtryggsdóttir, f. 16. júní 1923, d. 30. júlí 1995. Hinn 8. ágúst 1931 giftist Sigríður Svavari Péturssyni, f. 20. janúar 1905, d. 13. febrúar 1983, Sigríður og Svavar hófu búskap á Reykjum 1931, en fluttust síðan að Hvammkoti, þaðan að Ytrikotum í Norðurárdal og síðan að Silfrastöðum og bjuggu þar í sex ár, þá byggðu þau nýbýli úr landi Reykjaborgar sem þau nefndu Laugarbakka. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1963 en þá fluttu þau til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka. Börn Sigríðar og Svavars eru: 1) Marta Fanney, f. 8. nóvember 1931, maki Stefán G. Haraldsson frá Brautarholti, þau búa í Víðidal og eiga fjögur börn. 2) Helgi Þormar, f. 7. maí 1934, maki Edda Þórarinsdóttir frá Akranesi, þau búa á Laugarbökkum og eiga fimm börn. 3) Steingrímur, f. 6. mars 1941, maki Vordís Björk Valgarðsdóttir frá Akureyri, þau búa í Sandgerði og eiga fimm börn. 4) Margrét Elísabet, f. 22. nóvember 1944, maki Karl Jóhann Karlesson, þau búa á Akureyri og eiga þrjár dætur. Útför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.