Fulbrightstofnunin, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna, hélt sína árlegu móttöku föstudaginn 14. maí sl. í húsakynnum stofnunarinnar að Laugavegi 59, 3. hæð. Móttakan var haldin til heiðurs starfseminni á Íslandi og sérstaklega fyrir þá sem hlutu Fulbright-styrk í ár. "Eftirfarandi hljóta styrk til graduate-náms í Bandaríkjunum f.

Fulbrightstyrkir afhentir

Fulbrightstofnunin, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna, hélt sína árlegu móttöku föstudaginn 14. maí sl. í húsakynnum stofnunarinnar að Laugavegi 59, 3. hæð. Móttakan var haldin til heiðurs starfseminni á Íslandi og sérstaklega fyrir þá sem hlutu Fulbright-styrk í ár.

"Eftirfarandi hljóta styrk til graduate-náms í Bandaríkjunum f. skólaárið 1999­2000: Aðalsteinn Egill Jónasson, Harvard University, alþjóðalögfræði, Arnar Már Hrafnkelsson, University of Michigan, rafmagnsverkfræði, Ásdís Halla Bragadóttir, Harvard University, John F. Kennedy School of Government, MPP-nám, Áslaug Pálsdóttir, Boston University, almannatengsl, Geir Sigurðsson, University of Hawaii, heimspeki, Olga Björk Ólafsdóttir, Indiana University, Tónlist, fiðluleikur, Rósa Magnúsdóttir, University of North Carolina, sagnfræði, Sigrún Ólafsdóttir, Indiana University, félagsfræði, Skúli Guðmundsson, University of Florida, eðlisfræði, og Styrmir Sigurjónsson, Stanford University, rafmagnsfræði.

Eftirfarandi hlýtur The Cobb Family Fellowship Award til að stunda graduate-nám við Miami háskóla: Guðrún Björg Birgisdóttir, University of Miami, lögfræði.

Eftirfarandi hljóta Fulbrightstyrk til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum árið 1999­2000: Dr. Dagný Kristjánsdóttir, University of California, rannsóknir í kvennafræðum, Dr. Már Jónsson, Princeton University, rannsóknir í sagnfræði, og Jónas Guðmundsson, M.A. George Washington University, stjórnun.

Eftirfarandi hlýtur Fulbrightstyrk til að taka þátt í sumarnámskeiði í bandarískum fræðum, en námskeiðið er sérstaklega hannað fyrir framhaldsskólakennara og aðra er standa að menntun á framhaldsskólastigi: Gunnar Þór Bjarnason, Institute For Training and Development, kennari í sagnfræði við Framhaldsskólann í Breiðholti.

Stjórnarformaður stofnunarinnar (sem einnig er yfirmaður Willard Fiske-stofnunarinnar), Walter Douglas, bauð gesti velkomna og sagði nokkur orð um stofnunina en að því loknu ávarpaði framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Stella Petra Hálfdánardóttir, gesti," segir í fréttatilkynningu frá Fulbrightstofnun.

"Fulbrightstofnunin var sett á fót með samningi milli ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna árið 1957 og starfar hún með fjárveitingum beggja samningsaðila. Stofnunin styrkir Íslendinga til náms og rannsóknarstarfa í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn til náms og kennslu- og rannsóknarstarfa á Íslandi. Stofnunin miðlar einnig upplýsingum um sérnám, háskólanám og framhaldsmenntun í Bandaríkjunum og heldur tölvuvædd inngöngupróf sem krafist er til inngöngu í bandaríska skóla. Skrifstofa stofnunarinnar er að Laugavegi 59, 3. hæð," segir þar ennfremur.

Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ afhendingu Fulbrightstyrkjanna.