AFSTAÐA Mels Gibsons til ofbeldis í kvikmyndum kom berlega í ljós á Cannes-hátíðinni sem nú stendur yfir. "Það er alltaf gamla góða sagan þegar hræðilegir atburðir eins og skotárásin í Littletown gerast, þá er sökinni skellt á kvikmyndir og sjónvarp" sagði leikarinn sem telur þá rökfærslu mjög hæpna.
Mel Gibson Orsök ofbeldis ekki í kvikmyndum

AFSTAÐA Mels Gibsons til ofbeldis í kvikmyndum kom berlega í ljós á Cannes-hátíðinni sem nú stendur yfir. "Það er alltaf gamla góða sagan þegar hræðilegir atburðir eins og skotárásin í Littletown gerast, þá er sökinni skellt á kvikmyndir og sjónvarp" sagði leikarinn sem telur þá rökfærslu mjög hæpna.

"Auðvitað eru til kvikmyndir sem fara yfir strikið, en það breytir því ekki að ofbeldi hefur alltaf verið til," sagði hann og benti á að sjálfur hefði hann séð leikrit frá 17. öld sem hefðu að geyma gífurlegt ofbeldi. Hann sagði einnig að ef ekki væri að finna afbrot eða aðra stóra "synd" í kvikmyndum yrði söguþráðurinn máttlaus.

Hann benti á að líklega tækju framleiðendur í Hollywood lítið mark á gagnrýninni enda væri umræðan um áhrif ofbeldis í kvikmyndum komin frá stjórnmálamönnum sem væru að reyna að fría sig ábyrgð.

MEL Gibson telur ofbeldi í kvikmyndum skaðlaust.