GOLFVÖLLUR Golfklúbbs Akureyrar verður opnaður formlega í dag, laugardag, kl. 13.00. Völlurinn hefur komið vel undan vetri og verður kylfingum hleypt inn á nánast allar flatir vallarins. Á annan hvítasunnudag er svo stefnt að því að halda óformlegt mót, sem jafnframt er þá fyrsta mótið á keppnistímabilinu.
Golfvöllurinn opnaður

GOLFVÖLLUR Golfklúbbs Akureyrar verður opnaður formlega í dag, laugardag, kl. 13.00. Völlurinn hefur komið vel undan vetri og verður kylfingum hleypt inn á nánast allar flatir vallarins.

Á annan hvítasunnudag er svo stefnt að því að halda óformlegt mót, sem jafnframt er þá fyrsta mótið á keppnistímabilinu. Áhugasamir kylfingar geta því farið að dusta rykið af golfsettum sínum, drifið sig á völlinn og æft sveifluna.