GARÐKÚNS er nýtt gallerí sem opnað verður í Hvítárdal í Hrunamannahreppi í dag, laugardag, kl. 13. Það eru handverkskonurnar Þorbjörg Hugrún Grímsdóttir og Hildigunnur Þórisdóttir sem framleiða blómaker, fuglaböð, styttur, hesta, skjaldbökur, hana o.fl. Munirnir eru úr steinsteypu, steyptir í mót og handmálaðir.
Nýtt gallerí í Hvítárdal

GARÐKÚNS er nýtt gallerí sem opnað verður í Hvítárdal í Hrunamannahreppi í dag, laugardag, kl. 13.

Það eru handverkskonurnar Þorbjörg Hugrún Grímsdóttir og Hildigunnur Þórisdóttir sem framleiða blómaker, fuglaböð, styttur, hesta, skjaldbökur, hana o.fl. Munirnir eru úr steinsteypu, steyptir í mót og handmálaðir.