HAGNAÐUR varð af rekstri Hafnasamlags Norðurlands á síðasta ári upp á rúmar 7,6 milljónir króna. Heildartekjur samlagsins voru rúmar 120 milljónir króna, sem er um 7% aukning á milli ára. Heildarskuldir voru rúmar 338 milljónir króna um síðustu áramót og þar af langtímaskuldir rúmar 207 milljónir króna.
Hagnaður af rekstri Hafnasamlagsins Tekjur jukust um 7%

milli ára

HAGNAÐUR varð af rekstri Hafnasamlags Norðurlands á síðasta ári upp á rúmar 7,6 milljónir króna. Heildartekjur samlagsins voru rúmar 120 milljónir króna, sem er um 7% aukning á milli ára. Heildarskuldir voru rúmar 338 milljónir króna um síðustu áramót og þar af langtímaskuldir rúmar 207 milljónir króna.

Á árinu 1998 voru skráðar 786 skipakomur og þar af 26 komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar, með rúmlega 15.500 farþega um borð. Vöruflutningar um hafnir Hafnasamlagsins voru um 179.000 tonn, sem er um 3% aukning milli ára.

29 komur skemmtiferðaskipa

Nú í sumar eru skráðar 29 komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Von er á fyrsta skipinu föstudaginn 4. júní nk. en það síðasta verður á ferðinni föstudaginn 27. ágúst. Skemmtiferðaskipin eru af ýmsum stærðum og gerðum og sum þeirra koma oftar en einu sinni. Það lengsta, sem til Akureyrar kemur í sumar, heitir Arcadia og er rétt um 250 metrar að lengd.