SIGRÚN Hansdóttir opnar myndlistarsýningu í Gistiheimilinu Höfða í Ólafsvík laugardaginn 22. maí. Á sýningunni verða vatnslitamyndir frá þessu ári, en myndefnið er sótt aðallega í hið stórbrotna landslag á Snæfellsnesi, það landslag sem Sigrún hefur alist upp í og er partur af lífi hennar.
Myndlistarsýning í Ólafsvík

Ólafsvík. Morgunblaðið.

SIGRÚN Hansdóttir opnar myndlistarsýningu í Gistiheimilinu Höfða í Ólafsvík laugardaginn 22. maí.

Á sýningunni verða vatnslitamyndir frá þessu ári, en myndefnið er sótt aðallega í hið stórbrotna landslag á Snæfellsnesi, það landslag sem Sigrún hefur alist upp í og er partur af lífi hennar.

Þetta er fyrsta einkasýning Sigrúnar Hansdóttur, en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún hefur stundað myndlist um nokkurra ára skeið og sótt nokkur myndlistarnámskeið, meðal annars hjá Gunnari Gunnarssyni í Stykkishólmi, Sigríði Gísladóttur á Bjarnarfossi, Helga Þorgils Friðjónssyni í Reykjavík og hjá Cecile Noyes í Kaliforníu.

Sýningin stendur til 30. maí og er opin frá 14­18 alla dagana. Myndirnar eru allar til sölu.