FORSTJÓRI Marks & Spencer, Peter Salisbury, hefur skýrt frá mestu hagnaðarrýrnun í 115 ára sögu fyrirtækisins, en heldur því fram að það sé á batavegi. Að sögn M&S minnkaði hagnaður fyrir skatta í 546 milljónir punda á reikningsári fyrirtækisins, sem lauk 31. marz, en hagnaður fyrir skatta í fyrra nam 1,3 milljörðum punda.
Hagnaður M&S aldrei minni en nú

London. Telegraph.

FORSTJÓRI Marks & Spencer, Peter Salisbury, hefur skýrt frá mestu hagnaðarrýrnun í 115 ára sögu fyrirtækisins, en heldur því fram að það sé á batavegi.

Að sögn M&S minnkaði hagnaður fyrir skatta í 546 milljónir punda á reikningsári fyrirtækisins, sem lauk 31. marz, en hagnaður fyrir skatta í fyrra nam 1,3 milljörðum punda. Hins vegar hækkuðu bréf í M&S um 20 í 399 pens vegna þess að fyrirtækið birti ekki hagnaðarviðvörun og arðgreiðslur breyttust ekki. Sala hefur einnig aukizt nokkuð að undanförnu.

Salisbury sagði að afkoman ylli ekki aðeins vonbrigðum, hún væri óviðunandi." Laun stjórnenda hafa verið fryst og bónuskerfi tekið upp í fyrsta sinn, en afgreiðslufólk fær 2% kauphækkun.

Þótt M&S sé enn sem fyrr stærsta fataverzlunarkeðja Bretlands hefur markaðshlutdeild fyrirtækisins minnkað í 14,3% úr 15%. Sérfræðingar telja að taka muni fyrirtækið þrjú til fimm ár að rétta úr kútnum og skila 1 milljarðs punda hagnaði fyrir skatta á ný.