Herjólfur var Bárðarson, Herjólfssonar. Herjólfur bjó fyrst á Drepstokki. Þorgerðr hét kona hans enn Bjarni son þeirra. Þá brá Herjólfur til Grænlandsferðar með Eiríki ok brá búi sínu. (Í þeirri ferð lenti Herjólfur í Hafgerðingum).

SEX SJÓFERÐASÖGUR

ÚR EIRÍKS SÖGU RAUÐA

1. ferð, árið 985 Bjarni Herjólfsson fer til Grænlands

Herjólfur var Bárðarson, Herjólfssonar. Herjólfur bjó fyrst á Drepstokki. Þorgerðr hét kona hans enn Bjarni son þeirra. Þá brá Herjólfur til Grænlandsferðar með Eiríki ok brá búi sínu. ( Í þeirri ferð lenti Herjólfur í Hafgerðingum).

Það sama sumar kom Bjarni skipi sinu á Eyrar, er faðir hans hafði brott siglt um várit ok vildi eigi bera af skipi sínu "ok vil ek halda skipinu til Grænlands. Óviturleg mun þykja vár ferð, þar sem enginn vár hefur komit í Grænlandshaf". Þá tók af byrinn ok lagði á norrænur ok þokur. Eftir þat sá þeir sól, ok máttu þá deila ættir. Sigla þetta dægr áður þeir sá land.

Bjarni kvaðst hyggja at þat mundi eigi Grænland, ok létu landit á bakborða og létu skaut horfa á land. Þeir sá land annað. Þá ræddu hásetar, þóttust bæði þurfa við og vatn. "Af engu eruð þér því óbyrgir" ok settu framstafn frá landi. Ok sá þá landit þriðja. Nú lægðu þeir eigi segl sitt, settu enn stafn vit því landi; og heldu í haf. Þá sá þeir land hit fjórða. "Þetta er líkast því, er mér er sagt frá Grænlandi; og hér munum vér at landi halda". Ok var þar bátr á nesinu; enn þar bjó Herjólfur, faðir Bjarna.

2. ferð, árið 1000: Reistar Leifsbúðir

Leifur, son Eiríks rauða ór Brattahlíð, fór á fund Bjarna Herjólfssonar og keypti skip af honum, og réði til háseta, svo at þeir váru hálfur fjórði tögr manna saman. Nú bjuggu þeir skip sitt ok sigldu í haf, þá er þeir váru búnir, ok fundu þá þat land fyrst, er þeir Bjarni fundu síðast. Nú mun ek gefa nafn landinu og kalla Helluland. ( Baffinsland?).

Eftir þetta sigla þeir í haf og fundu land annat. Þat land var slétt ok skógi vaxit, ok sandar hvítir víða. "Af kostum skal þessu landi nafn gefa, ok kalla Markland". (Labrador?). Nú sigla þeir þaðan í haf í landnyrðingsveðr, ok voru úti tvau dægr, áðr þeir sáu land, ok sigldu at landi, ok kómu at ey einni ( Belle Isle?) og gengu þar upp, ok sáust þar um í góðu veðri.

Síðan fóru þeir til skips síns, ok sigldu í sund þat, ( Belle Isle sundið?) er lá milli eyjarinnar ok ness þess, er norðr gekk af landinu; ( C. Bauld-höfða?) stefndu í vestrætt fyrir nesit. Þar var grunnsævi mikið að fjöru sjávar og stóð þá uppi skip þeirra. Báru af skipi húðföt sín, ok gerðu þar búðir; tóku þat ráð síðan, at búast þar um þann vetur og gerðu hús mikil. (Leifsbúðir?).

Lítt rénuðu þar grös. Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða Íslandi; sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi. ( Í Leifsbúðum á Nýfundnalandi, á 51 36'N, er sól á lofti röskar átta stundir um skammdegið; þ.e. frá 8 til 16 að sólartíma). "Nú vil ek skifta láta liði váru í tvá staði ok skal helmingr liðs vera við skála heima enn annar helmingr skal kanna landit". Leifur var mikill maður ok sterkur, manna skörulegastr at sjá, vitr maður ok góðr hófsmaðr um alla hluti. "Ek fann vínvið ok vínber! "Mun þat satt? fóstri minn". "Ek var þar fæddr, er hvárki skorti vínvið né vínber". "Nú skal hafa tvennar sýslur fram, ok skal sinn dag hvort lesa vínber, eða höggva vínvið ok fella mörkina, svá at þat verði farmur til skips míns". Ok er várar, þá bjuggust þeir ok sigldu burt, ok gaf Leifur landinu nafn eftir landkostum ok kallaði Vínland.

Sigla nú síðan í haf ok gaf þeim vel byri, þar til er þeir sáu Grænland, ok fjöll undir jöklum. "Ek veit eigi, hvort ek sé skip eða sker". Hann sá menn í skerinu. Hverr þar réði fyrir, kvaðst Þórir heita. "Nú vil ek bjóða yður öllum á mitt skip". Síðan bauð Leifur Þóri til vistar með sér, og Guðríði konu hans. Hann var síðan kallaður Leifur hinn heppni.

Þann vetr kom sótt mikil í lið Þóris, og andaðist hann Þórir og mikill hluti liðs hans. Þann vetur andaðist ok Eiríkur rauði. Nú var umræða mikil um Vínlandsför Leifs. Þó mælti Leifr við Þorvald: "Þú skalt fara með skip mitt, bóðir, ef þú vilt, til Vínlands."

3. ferð, árið 1002: Þorvaldur fór til Vínlands

Nú bjóst Þorvaldr til þeirrar ferðar með þrjá tigi manna. Þeir kómu til Vínlands til Leifs búða ok bjoggu þar um skip sitt, ok sátu þar um kyrt þann vetur, ok veiddu fiska til matar sér. Enn um várit mælti Þorvaldr, at þeir skyldu búa skip sitt ok fara fyrir vestan landit, ok kanna þar um sumarit. Þeir fundu hvergi mannavistir né dýra; enn í ey einni vestarlega fundu þeir kornhjálm af tré.

Enn at sumri öðru fór Þorvaldr fyrir austan með kaupskipið, ok hit nyrðra fyrir landið. Þá gerði að þeim veðr hvast fyrir andnesi einu, ok rak þá þar upp, og brutu kjölinn undan skipinu, ok höfðu þar langa dvöl og bættu skip sitt. "Nú vil ég að vér reisum hér upp kjölinn og köllum Kjalarnes".

Síðan sigldu þeir þaðan í braut ok austr fyrir landið ok inn í fjarðarkjafta þá er þar váru næstir ok at höfða þeim er þar gekk fram. "Hér er fagrt ok hér vilda ek bæ minn reisa". Þá fór innan eftir firðinum fjöldi húðkeipa, ok lögðu að þeim. Skrælingjr skutu á þá um stund, enn flýja síðan burt. "Ek hefi fengið sár undir hendi, mun mik þetta til bana leiða. Má vera at mér hafi satt á munn komit, at ek mundi þar búa á um stund".

Nú andaðist Þorvaldur, enn þeir fóru síðan, ok hittu förunauta sína ok bjöggu þar þann vetr. Nú búast þeir þaðan um várit ok kómu skipi sínu í Eiríksfjörð.

4. ferð, árið 1005?: Þorsteinn í Eiríksfirði vill til Vínlands

Þorsteinn í Eiríksfirði hafði kvongast og fengið Guðríðar Þorbjarnardóttur er átt hafði Þórir austmaður. Nú fýstist Þorsteinn Eiríksson að fara til Vínlands eftir líki Þorvalds bróður síns ok valdi hann lið at afli ok vexti, hálfan þriðja tug manna, ok Guðríði konu sína. Þau velkti úti allt sumarit. Ok er vika var af vetri, þá tóku þeir land í Lísufirði á Grænlandi í hinni vestri bygð.

Þorsteinn fékk vistir öllum hásetum, enn hann var vistlaus ok kona hans. "Þorsteinn heiti ek, ok er kallaðr Þorsteinn svartr; ek vil bjóða ykkur báðum hjónum til vistar til mín. Fásinni er mikið með mér at vera, ek er einþykkr mjök".

Guðríðr var sköruleg kona at sjá, ok vitur kona, ok kunni vel at vera með ókunnum mönnum. Sótt kemur í híbýli Þorsteins, ok tók kona hans sótt fyrst. Ok brátt tók sóttina Þorsteinn Eiríksson, ok lágu þau bæði senn; andast Grímhildur, kona Þorsteins svarta. Nú elnaði sóttin Þorsteini Eiríkssyni ok andast hann.

Þá tók Þorsteinn bóndi Guðríði af stólinum í fang sér, ok huggaði hana, ok hét henni því, at hann mundi fara með henni til Eiríksfjarðar. Hon þakkaði honum. Þorsteinn bóndi efndi vel við Guðríði, allt þat hann hafði heitit, ok fór til skips með Guðríði með allt sitt til Eiríksfjarðar. Guðríður fór til Leifs í Brattahlíð.

5. ferð, árið 1007: Þorfinnur og Guðríður réðu til Vínlandsdvalar

Þat sama sumar (1006?) kom skipaf Noregi til Grænlands. Sá maður hét Þorfinnur karlsefni er því skipi stýrði. Ok var um vetrinn í Brattahlíð. Brátt felldi hann hug til Guðríðar og bað hennar, ok gert brúðhlaup þeirra á þeim vetri. Hin sama var umræða á Vínlandsför sem fyrr, ok fýstu menn Karlsefni mjök þeirrar ferðar bæði Guðríðr ok aðrir menn.

Nú var ráðin ferð hans, og réði hann sér skipverja sextigi karla og konur fim þeir höfðu með sér allskonar fénað, því þeir ætluðu að byggja landið, ef þeir mætti þat. Síðan heldu þeir í haf skipinu, ok kómu til Leifsbúða með heilu og höldnu ok báru þar upp húðföt sín. Reiður var þar upp rekin bæði mikil ok góð; skorti þá eigi mat; fénaðr gekk þar á land upp. Karlsefni lét fella viðu og telgja til skipsins.

Eftir þann vetur hinn fyrsta kom sumar; þá urðu þeir varir við skrælingja með byrðar sínar, enn þat var grávara ok safali ok allskonar skinnavara. Hvárigir skildu annars mál. Karlsefni bað konur bera út búnyt að þeim þá vildu þeir kaupa þat, en ekki annat. Þeir báru sinn varning í brott í mögum sínum enn Karlsefni höfðu eftir bagga þeirra ok skinnvöru. Karlsefni lætur gera skíðgarð rammlegan um bæ sinn, ok bjoggust þar um.

Í þann tíma fæddi Guðríður sveinbarn, kona karlsefnis, og hét sá sveinn Snorri. Á öndverðum öðrum vetri kómu skrælingjar. Nú skuluð þér bera út skíkan mat sem fyrr var rífastr. Í því var veginn einn skrælingja, af því hann hafði viljað taka vápn þeirra.

"Nú munum vér þurfa til ráða at taka, ek hygg at þeir muni vitja vár hit þriðja sinn með ófriði ok fjölmenni. Enn þar var svá háttat, er fundur þeirra var ætlaðr, at vatn var öðrum megin, enn skógr á annan veg. Nú kómu skrælingjar ok féll fjöldi af liði Skrælingja enn; síðan flýja þeir á skóginn.

At vári þá lýsir Karlsefni, at hann vill eigi þar vera lengr. Nú búa þeir ferð sína ok höfðu þaðan mörg gæði í vínvið ok berjum ok skinnvöru. Nú sigla þeir í haf ok kómu til Eiríksfjarðar skipi sínu heilu.

6. ferð, árið 1012: Freydís fer til Leifsbúða

Það sama sumar kemur skip af Noregi til Grænlands því skipi stýrðu bræður tveir, Helgi og Finnbogi. Freydís fór til fundar við þá bræður, og beiddi þá at þeir færi til Vínlands með farkost sinn. Þaðan fór hon á fund Leifs bróðr síns ok bað að hann gæfi henni hús á Vínlandi. Enn hann kvaðst ljá mundu hús enn gefa eigi. Nú létu þau í haf. Þó kómu þeir bræðr nökkru fyrr ok höfðu upp borit föng sín til húsa Leifs.

"Hví báruð þér hér inn föng yðar? Mér léði Leifur húsanna en eigi yður". "Þrjóta mun okkur bræður illsku við þik"; ok báru nú út föng sín ok gerðu sér skála, firr sjónum á vazströndu, og bjuggu vel um. Þat var einn morgin snemma, at Freydís stóð upp ór rúmi sínu ok klæddist.

Enn síðan gekk hon til skála þeirra bræðra. "Ek vil kaupa skipum við ykkur bræðr, ok vilda ek í brott héðan". "Þat mun ek láta gangast ef þér líkar þá vel". Gengur hon heim. Vaknar hann Þorvarður við ok spyrr hví hon væri svo köld ok vát. "Ek var gengin, ok vilda ek kaupa meira skip; enn þeir urðu illa við þat svá illa, at þeir börðu mik ok léku sárlega; enn þú vesæll maðr munt hvorki vilja reka minnar skammar né þinnar". Nú váru þar allir karlar drepnir, enn konur váru eftir ok vildi engi þær drepa. Þá mælti Freydís: "Fái mér öxi í hönd". Hon gekk af þeim dauðum. Nú bjuggu þeir skipit snemma um várit, sigla síðan í haf ok komu í Eiríksfjörð. "Eigi nenni ek, at gera þat við Freydísi systur mína, sem hon væri verð, enn spá mun ek þess, at þeirra afkvæmi muni lítt at þrifum verða.

Ok hefr Karlsefni gerst sagt allra manna atburði um farar þessar allar, er nú er nökkurt orði á komit.

Heimild

Eiríkssaga rauða og Grænlendingaþáttur. Útg. Sig. Kristjánsson Reykjavík 1902. Sagan er stytt, en hvergi er orði inn skotið né orðaröð breytt. (Tilgátur innan sviga)