Ég man það vel, hve barðist heitt þitt hjarta og hendur skulfu létt á armi mér Ég man það vel hve brotagjarna og bjarta í brjósti vonarhöll ég reisti þér Og ilm af gullnum haustsins laufum lagði um líf og vitund okkar, tímans bönd af sálum ungum leystust brátt að bragði og burtu flugu skip af luktri strönd.
OLÉG TITOV

Ég man það vel

EYVINDUR ERLENDSSON ÞÝDDI

Ég man það vel, hve barðist heitt þitt hjarta

og hendur skulfu létt á armi mér

Ég man það vel hve brotagjarna og bjarta

í brjósti vonarhöll ég reisti þérOg ilm af gullnum haustsins laufum lagði

um líf og vitund okkar, tímans bönd

af sálum ungum leystust brátt að bragði

og burtu flugu skip af luktri strönd.Með þér varð engu lík sú vesla veröld

sem veltist fyrr í hversdagsys og glaum

Ég féll á kné og bað minn Guð að gefa

mér grið að dvelja um kyrrt við þennan draumÉg man það vel og því sem gleði geymir

í góða, dýra minning ástin snýr

Víst fer ei allt svo dátt sem um þig dreymir

en draumsins log í huga stöðugt býr.Kveðja málaliðans

Ég kveð hið liðna fyrir fullt og fast

og farga öllu því sem dýrast mat

mín dvöl var hér sem úthafsöldukast

yfir þann stein sem einn í fjöru satÉg veit ei hvað skal segja né við hvern

hvern að kveðja eða biðja um náð

en fyrir þér mín sveit, ég bið sem barn

að blessist iðja þín og hvert þitt ráðÞú borgin ljúf sem elsku mína átt

sem umberð mig og þokka að mér snýr;

ég muna skal þitt heiði himinblátt,

hiti þinn í mínum æðum býrDæm þú mig ekki og ég aftur sný,

en á meðan; veri guð með þér

mín bíða þroskans lönd, og burt ég flý

Bið þú fararheilla einnig mérÁ burt ? og harm í hjarta tóman ber

hulin vonsvik, sárt er undan sveið

og ganga mun ég einn, því enginn fer

engill þinn að vísa mér á leiðAnsans vesen

Ánkkverju ert ekki hjá mér

ánkurj er ég sona einn?

Ert'alveg orðin frá þér

auga míns blái steinn?Ánkurju fæ ég ei flogið?

Fæ ekki harminum kingt?

Aldrei er á ukkur logið

aldregi geturðiu hríngtAldrei í kyrrðinn á kvöldin

kreist fæ ég þína hend

eða kysst á þér kollinn

og klappað á þína lendÞetta er gengdarlaus gánga;

grillir hvergi í land

barningur ófær án enda

Ég er sigldur í strandTekur þó út yfir allt að

ef ég loks næ þínum fund

þá ertu alltaf hreint eins og

uppsnúið roð í hundHöfundurinn er þrítugur, rússneskur handboltamaður, sem leikið hefur hér á landi síðan 1995, nú síðast með Fram. Þýðandinn vinnur nú að frekari þýðingum á ljóðum Titovs og stefnt er að útkomu bókar.