SAMKVÆMT tillögu frá Norðurlandaráði hefur Norræna ráðherranefndin ákveðið að gera tilraun með þróunarverkefni næstu tvö árin og hefur veitt til þess fé. Verkefnið felst í því að styrkja einstaka skólabekki eða nemendahópa á aldrinum 13­16 ára til að skiptast á heimsóknum milli Norðurlandanna.


Styrkir til nemendaheimsókna

SAMKVÆMT tillögu frá Norðurlandaráði hefur Norræna ráðherranefndin ákveðið að gera tilraun með þróunarverkefni næstu tvö árin og hefur veitt til þess fé. Verkefnið felst í því að styrkja einstaka skólabekki eða nemendahópa á aldrinum 13­16 ára til að skiptast á heimsóknum milli Norðurlandanna.

Nú geta íslenskir nemendur farið í bekkjarferð til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Grænlands, Færeyjar eða Álandseyja og fengið til þess fjárstyrk.

Umsóknir er hægt að nálgast hjá Norræna félaginu og umsóknarfrestur er til 1. júlí vegna haustferða 1999 og til 1. desember vegna vorferða 2000.