MOLTA hefur um árin verið seld pokuð og í lausu á endurvinnslustöðvum Sorpu. Nú hefur starfsemi stöðvanna breyst og því var ákveðið að hefja samstarf við Blómaval í Sigtúni og Fossvogsstöðina um smásölu á Moltu í pokum. Í fréttatilkynningu frá Sorpu kemur fram að Sorpa muni eins og áður afgreiða moltu og moldarblandaða moltu í lausu á kerrur og vörubíla við móttökustöðina í Gufunesi.
Molta seld í Blómavali og Fossvogsstöðinni

MOLTA hefur um árin verið seld pokuð og í lausu á endurvinnslustöðvum Sorpu. Nú hefur starfsemi stöðvanna breyst og því var ákveðið að hefja samstarf við Blómaval í Sigtúni og Fossvogsstöðina um smásölu á Moltu í pokum. Í fréttatilkynningu frá Sorpu kemur fram að Sorpa muni eins og áður afgreiða moltu og moldarblandaða moltu í lausu á kerrur og vörubíla við móttökustöðina í Gufunesi. Þar hefur verið komið upp nýju athafnasvæði fyrir moltuvinnsluna. Sorpa væntir þess að umrædd þrjú fyrirtæki muni í framtíðinni þróa ýmsar sérhæfðar moltublöndur.