Á SÍÐASTLIÐNU ári var gengin raðganga á vegum Útivistar frá Reykjavík að Gullfossi. Þetta var sama leið og Friðrik VII Danakonungur fór árið 1907 er hann kom hingað í heimsókn. Konungur gisti á Geysi í húsi sem sérstaklega var reist fyrir komu hans. Það hús var síðar flutt að Laugarási og var það læknisbústaður lengi.
Kóngsvegurinn - bakaleiðin

Á SÍÐASTLIÐNU ári var gengin raðganga á vegum Útivistar frá Reykjavík að Gullfossi. Þetta var sama leið og Friðrik VII Danakonungur fór árið 1907 er hann kom hingað í heimsókn. Konungur gisti á Geysi í húsi sem sérstaklega var reist fyrir komu hans. Það hús var síðar flutt að Laugarási og var það læknisbústaður lengi.

En konungur fór aðra leið til baka til Reykjavíkur. Hann fór frá Geysi að Brúarhlöðum og þaðan niður Ytri-Hrepp og Skeið, alla leið að Þjórsárbrú. Þaðan lá síðan leiðin um Flóa og Ölfus til Reykjavíkur. Í sumar er ætlunin að ganga þessa leið til baka. Leiðin verður farin í átta áföngum. Leið konungs verður fylgt mjög frjálslega og fremur miðað við að sjá eitthvað það sem vert er að sjá heldur en að þræða þær leiðir sem farnar voru þegar menn flýttu sér milli staða. Fyrsti áfanginn var frá Gullfossi að Brúarhlöðum. Annar áfangi verður genginn sunnudaginn 30. maí frá Brúarhlöðum að Flúðum.