HAGSTOFA Íslands hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í apríl 1999. Launavísitalan er 181,4 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.967 stig í júní 1999. Vísitala byggingakostnaðar eftir verðlagi um miðjan maí 1999 er 235,9 stig (júní 1987= 100) og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði.
ÐVísitölur launa og byggingakostnaðar

HAGSTOFA Íslands hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í apríl 1999. Launavísitalan er 181,4 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.967 stig í júní 1999.

Vísitala byggingakostnaðar eftir verðlagi um miðjan maí 1999 er 235,9 stig (júní 1987= 100) og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Hún gildir fyrir júní 1999. Samsvarandi vísitala miðað við eldri grunn (desember 1982= 100) er 755 stig.

Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,3%, sem samsvarar 1,2% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 2,0%.