MÖGULEIKHÚSIÐ verður á ferðinni um Vestfirði með barnaleikritið Snuðru og Tuðru dagana 25.­30. maí. Sýnt verður fyrir börn í leik- og grunnskólum á Hólmavík, Bolungarvík, Hnífsdal, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri og Ísafirði. Almenn sýning verður í Félagsmiðstöðinni á Ísafirði sunnudaginn 30. maí kl. 15. Leikritið um Snuðru og Tuðru er byggt á sögum Iðunnar Steinsdóttur um samnefndar systur.
Snuðra og Tuðra á Vestfjörðum

MÖGULEIKHÚSIÐ verður á ferðinni um Vestfirði með barnaleikritið Snuðru og Tuðru dagana 25.­30. maí. Sýnt verður fyrir börn í leik- og grunnskólum á Hólmavík, Bolungarvík, Hnífsdal, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri og Ísafirði. Almenn sýning verður í Félagsmiðstöðinni á Ísafirði sunnudaginn 30. maí kl. 15.

Leikritið um Snuðru og Tuðru er byggt á sögum Iðunnar Steinsdóttur um samnefndar systur. Þær voru einu sinni litlar og ljúfar, en síðan hefur margt breyst. Þær taka upp á alls konar prakkarastrikum og eru stundum ósköp óþægar.

Snuðra og Tuðra eru leiknar af þeim Drífu Arnþórsdóttur og Aino Freyju Järvelä, leikstjóri og höfundur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson, leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, tónlist eftir Vilhjálm Guðjónsson og Katrín Þorvaldsdóttir sá um búninga og brúðugerð.DRÍFA Arnþórsdóttir og Aino Freyju Järvelä í hlutverkum Snuðru og Tuðru.