Hve blikna brár fjallkonu Jökulsárhlíða er hreinninn hopar frá hálendi feðranna. Í muna móður býr er minnist hjörtur við gjöful holtin og hornslíður viðrar við hvítt faldskaut. ÖRÆFALJÓÐ 2010 Við Herðubreið semur Kári kuldaljóð sín á raflínu langspil.


ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR

Í MUNA BÝR

Hve blikna

brár fjallkonu

Jökulsárhlíða

er hreinninn hopar

frá hálendi feðranna.Í muna móður býr

er minnist hjörtur

við gjöful holtin

og hornslíður viðrar

við hvítt faldskaut.ÖRÆFALJÓÐ 2010

Við Herðubreið

semur Kári

kuldaljóð sín

á raflínu langspil.Kárahnjúkum undir

kembir fossbúinn

hvítar hærur

í járnviðjum Jöklu.Hvíti svanurinn

hvílir vængbreiður

í jökulhafi

hjá járnskógamöstrum.

Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík.